Hver er kylfingurinn: Chez Reavie?
Chez Reavie sigraði á Travelers Championship, móti PGA Tour í sl. viku.
Hann er ekki sá allra þekktasti og því kunna sumir að spyrja: Hver er kylfingurinn?
William Chesney „Chez“ Reavie fæddist 12. nóvember 1981 í Wichita, Kansas og er því 37 ára gamall.
Chez á því sama afmælisdag og t.d. Lucas Glover og Jason Day.
Reavie er 1,75 m á hæð og 73 kg.
Reavie var í Dobson High School í Mesa, Arizona og spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu fyrir lið Arizona State University.
Eftir útskrift spilaði Reavie á Nationwide Tour (nú Korn Ferry Tour) á árunum 2005-2007 þar sem hann sigraði einu sinni þ.e. á Knoxville Open 2007.
Hann varð í 18. sæti á Nationwide Tour árið 2007 og var því nýliði á PGA Tour árið 2008.
Á fyrsta ári sínu á PGA Tour þ.e. þann 27. júlí 2008 sigraði Reavie á fyrsta PGA Tour móti sínu þe. á RBC Canadian Open. Sigurinn færði honum vinningstékka upp á $900,000 og tveggja ára spilarétt á PGA Tour.
Reavie varð að fara í uppskurð á hné árið 2010 og hóf árið 2011 á læknaundanþágu, þar sem hann gat aðeins spilað í 13 mótum til þess að halda kortinu sínu. Reavie vann sér ekki inn nógu mikið vinningsfé til þess að halda fullum spilaréttindum og var því aðeins með takmörkuð spilaréttindi 2011. Reavie náði samt að spila í 22 mótum og komst 15 sinnum í gegnum niðurskurð, sem var nóg til þess að hann kæmist í FedEx Cup playoffs. Með því að hafa unnið sér inn yfir 1 milljón bandaríkjadala fyrir FedEx Cup tryggði honum kortið hans á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2012. Reavie sigraði næstum því í fyrsta skipti í 3 ár á Deutsche Bank Championship, 2011, en hann átti í vandræðum á 18. holu og tapaði síðan fyrir Webb Simpson á 2. holu í bráðabana. Hann varð í 10. sæti á FedEx Cup stigalistanum, í 34. sæti á peningalistanum með vinningsfé upp á $2,285,067 og í 67. sæti á heimslistanum eftir að hafa verið í 762. sæti á heimslistanum í árslok 2010.
Eftir slælega frammistöðu 2012, þar sem hann varð í 135. sæti á peningalistanum varð Reavie að fara aftur í Q school til þess að fá aftur kortið sitt á PGA Tour.Hann varð T-22 og var einn af síðustu leikmönnum til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour. Hann er einnig síðasti fyrrum PGA Tour sigurvegarinn til þess að hljóta kortið sitt á þennan hátt.
Reavie þurfti næst að undirgangast skurðaðgerð á úlnlið og gat ekkert spilað 2013-2014. Hann fékk að spila 24 mót á 2014-2015 keppnistímabilinu á læknaundanþágu.
Reavie vann í 2. sinn á Web.com Tour og fyrsta sigur sinn eftir 7 vinningslaus ár á Small Business Connection Championship meistaramótinu 2015, sem var 2. mótið á Web.com Tour Finals. Reavie lauk keppni á toppi Finals peningalistans, þannig að hann var kominn með full spilaréttindi á PGA Tour keppnistímabilið 2015–16 season, óháð því hvernig hann lék í síðustu 5 mótunum, sem hann átti rétt að spila á af læknaundanþágu sinni
Í janúar 2018 gat Reavie endað 10 ára eyðimerkurgöngu á PGA Tour í bráðabana á Waste Management Phoenix Open en tapaði fyrir Gary Woodland. Reavie var í forystu mestallan lokahringinn en varð að fá fugl á 17. og 18. holurnar til þess að komast í bráðabana. Áfyrstu holunni misstu báðir aðhögg sín, en Reavie átti slælegt chip og missti síðan parpúttið sitt sem varð til þess að Woodland sigraði. Þetta var hins vegar besti árangur Reavie frá árinu 2011. Næstu vikun varð Reavie í 2. sæti á AT&T Pebble Beach Pro-Am, 3. höggum á eftir Ted Potter Jr.
Þann 16. júní 2019 varð Reavie T-3 á Opna bandríska á Pebble Beach Golf Links á Pebble Beach, Kaliforníu. Þetta var ekki aðeins besti árangur Reavie í risamóti heldur einnig í fyrsta sinn sem hann náði að vera meðal efstu 10 í risamóti. Með þessum árangri varð Reavie aftur meðal efstu 50 á heimslistanum.
Og nú er Reavie búinn að sigra í 2. sinn á PGA Tour á Travelers Championship en það gerði hann þegar 250 vikur voru liðnar frá fyrsta PGA Tour sigri hans.
Besti árangur Reavie á heimslistanum er 43. sætið, árið 2018 og eins og áður segir var besti árangur Chez Reavie í risamóti T-3 árangur á Opna breska, nú í ár 2019.
Eftir feril sem hefir einkennst af miklum meiðslum virðist Chez Reavie vera að blómstra um þessar mundir!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024