Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2019 | 18:00

Tiger í Bankok

Tiger Woods sigraði e.t.v. óvænt að mati sumra á Masters sl. apríl.

Eftir þann sigur hafa margir aftur verið með væntingar í garð Tigers m.a. að hann ynni PGA Championship og/eða Opna bandaríska, en hvorugt gekk eftir.

Á síðasta risamóti, Opna bandaríska lauk Tiger keppni T-21, 11 höggum á eftir sigurvegaranum Gary Woodland.

Eftir það tilkynnti hann að hann ætlaði að taka sér frí, sbr. eftirfarandi:

Ég held að ég ætli að taka mér svolítið frí og njóta tímans með fjölskyldunni. Ég ætla bara að reyna að slappa af frá risamótinu og eins ræktinni og bara koma mér aftur í gír. Og ég veit að hitastigið í Flórída er ekki það sama og á Norður-Írlandi. Ég ætla ekki að æfa mig í peysum heima, en það verður gaman að koma til Portrush og byrja aftur.

Þriðjudaginn fyrir viku sást síðan til Tigers ásamt börnum sínum tveimur Sam og Charlie og kærustu sinni Ericu Herman, í Bankok í Thaílandi.

Tiger hefir ekki boðað þátttöku í neinum mótum fram að Opna breska og því fáum við ekki að sjá Tiger fyrr en á Royal Portrush, þar sem Opna breska fer fram dagana 18.-21. júlí n.k.

Í aðalmyndaglugga: Tiger ásamt börnum sínum, Sam og Charlie og kærustu sinni Ericu Herman í Bankok fyrir viku.