Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2019 | 06:30

NGL: Axel T-14 og Andri Þór T-61 e. 1. dag Tinderbox mótsins

Andri Þór Björnsson, GR og Axel Bóasson, GK taka þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League; Tinderbox Charity Challenge.

Leikið er með Stableford stigagjöf þannig að fjórir punktar fást fyrir örn, þrír fyrir fugl, tveir fyrir par, einn fyrir skolla og enginn punktur fyrir verra skor.

Axel byrjaði vel í mótinu en hann lék 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi; fékk 5 fugla, 10 pör, 2 skolla og 1 skramba og er með 37 punkta. Hann er T-14 eftir 1. hring

Andri Þór lék á 5 yfir pari, 77 höggum; er með 31 punkt og T-61.

Sjá má stöðuna á Tinderbox Charity Challenge með því að SMELLA HÉR: