Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2019 | 10:00

Charlie Woods gerir grín að pabba

Sem sonur Tiger Woods nýtur Charlie ýmissa svalra forréttinda.

Þegar frá er talið að vera fjárhagslega vel settur þar sem eftir er ævinnar þá virðist Charlie Woods hafa erft húmor föður síns.

Í myndskeiði sem teymi Tigers lét frá sér kemur Tiger sér hjá að svara spurningu um hvort hann ætli að gefa fleygjárn sín, með sögu um hvernig Charlie gerði grín að honum fyrir slæleg pútt á síðasta ári, eftir Wells Fargo Championship.

Tiger lauk keppni 14 höggum á eftir sigurvegara mótsins Jason Day, aðallega vegna slælegrar frammistöðu á púttflötinni.

Ég varð að stytta einn af varapútturunum mínum vegna þess að hann vildi frá pútter frá pabba,“ sagði Tiger.  „Þannig að ég varð að velja einn af varapútterunum mínum.“

„Svo þegar hann sá mig pútta á Quail Hollow sagði hann:„Viltu fá varapútterinn þinn aftur?

Tiger hló og sagðist hafa sagt: „Allt í lagi, vinur, vel að orði komist. Ég gæti ekki hafa orðað þetta betur. Þetta var svo frábært, en af hverju varðstu að beita þessu á mig?

(Í myndskeiðinu virðist Tiger taka setningu Charlie, sem góðlátlegu gríni og ofanígjöf, en það mætti allt eins túlka orð Charlie öðruvísi, sem svo að hann hafi verið að reyna að hjálpa pabba sínum!!! – A.m.k. var sá stutti himinlifandi þegar Tiger sigraði á Masters s.s. sjá má á myndinni af þeim feðgum í aðalmyndaglugga).

Púttvandræði Tiger hafa minnkað eitthvað, en hann er langt því frá sjóðandi heitur á flötunum eins og hann var í kringum árið 2000.

Í 9 mótum á þessu ári á PGA Tour, er Tiger í 65. sæti hvað varðar grædd högg (ens.: strokes gained) í púttum.

Tiger mun keppa næst á Opna breska risamótinu í Royal Portrush golfklúbbnum á Norður-Írlandi í næsta mánuði (16.-19. júlí 2019).

Spennandi að sjá hvað Tiger gerir þar!!!