Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2019 | 22:00

DeChambeau spilar skelfilega hægt!

Leikhraði í golfi, almennt og sérstaklega meðal atvinnukylfinga hefir verið lengi í umræðunni og sífellt verið að koma með nýjar aðferðir sem bæta eiga leikhraða.

Andy Johnson á „The Fried Egg“ gerði óopinbera könnun á hraða 3 atvinnukylfinga á PGA Tour þeirra Bryson DeChambeau, Kevin Kisner og Justin Thomas.

Valdi hann þessa 3 til athugunar, bara á grundvelli orðspors þeirra á vellinum en sagt er að DeChambeau spili óvenju hægt, Kisner hratt og Thomas sé í meðallagi.

Johnson komst að eftirfarandi:

Kisner er ídeal atvinnukylfingur. Þegar að tekur 1. höggið er hann búinn að vinna heimavinnuna sína og spilar hratt. Þegar hann tekur 2. eða 3. högg er hann búinn að slá meðan að meðspilararnir eru enn að undirbúa sig. Thomas er ákveðinn og hraður kylfingur af teig og slær aðhögg í meðallag en á til að hægja á sér nálægt flötum.

DeChambeau er alls staðar hægur. Hann tekur sér meiri tíma á teig og sérstaklega í kringum flatirnar tekur DeChambeau tíma sinn þar sem hann stúderar reglulega bók um hvernig lesa eiga flatir, sem hægir á honum.

Þegar Johnson bar saman hversu hratt kylfingarnir 3 spiluðu þá kom í ljós að  það tekur DeChambeau 20-30 sekúndum lengur en Kisner og Thomas að taka hvert högg, sem á hring þar sem slá þarf 70 högg verður til þess að hringur DeChambeau er 20-30 mínútum lengri en hinna tveggja.

DeChambeau spilar einfaldlega skelfilega hægt!!!