Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2019 | 09:00

GKB: Sigurskorið í hjóna og paramótinu 58!

Tíminn líður svo hratt. Fyrir nákvæmlega tveimur vikum í dag, laugardaginn 22. júní 2019 fór fram hjóna- og parakeppni GKG á Kiðjabergsvelli

Hjónin Lilja Rut Sæbjörnsdóttir og Jóhann Brimir Benónýsson, sem kölluðu sig Hóló, sigruðu með þriggja högga mun, komu inn á 58 höggum nettó. 76 keppendur tóku þátt í mótinu. Þá náði Þórólfur Nielsen draumahöggi allra kylfinga er hann fór holu í höggi á 12. braut vallarins. Óskar Golf 1 Þórólfi til hamingju með ásinn!!!

Það var mjög spennandi keppni um annað sætið þar sem þrjú lið lékuk á 61 höggi. Það fór svo að Þórólfur Nielsen og Lára Hannesdóttir (Grenilundur) nældu í annað sætið. Helga Þorvaldsdóttir og Sturla Ómarsson höfnuðu í þriðja sæti og Þuríður Ingólfsdóttir og Pálmi Kristmannsson í því fjórða.

Spilað var 18 holu Texas Scramble höggleikur með forgjöf, en forgjöf liða var samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 2,5.

Verðlaun í mótinu:
1. sæti: Gjafabréf frá Húsasmiðjuni 2*25.000
2. sæti :Gjafabréf frá Húsasmiðjuni 2*15.000
3. sæti: Gjafabréf frá Bakarameistaranum 2*11.000
4 sæti: Gjafabréf frá Húsasmiðjuni 2*10.000

Sjá má öll úrslit í hjóna- og parakeppninni hér að neðan: