Q-school LET: Tinna úr leik á lokaúrtökumótinu
Tinna Jóhannsdóttir, GK, er úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðar kvenna, en er væntanlega reynslunni ríkari. Hún lék 4. og lokahringinn á Suður-velli La Manga golfstaðarins í Cartagena, Murcia á Spáni á 79 höggum í dag og er í einu af neðstu sætunum, þ.e. 97. sæti af þeim 99 sem luku leik í dag. Tinna spilaði samtals á + 22 yfir pari (76 76 79 79). Ljóst er að hún spilar ekki 5. og síðasta hring í lokaúrtökumótinu en aðeins þær sem voru í 50. sæti fá að spila síðasta daginn og freista þess að breyta stöðunni sér í hag og verða ein af 30 efstu sem hljóta fullan þátttökurétt á LET.
Það eiga eftir að gefast mörg tækifæri fyrir Tinnu að spila á úrtökumótum LET og margar aðrar mótaraðir, sem veita frábæran undirbúning fyrir LET eins og t.a.m. Nordea mótaröðin. Eins og stendur liggur ekkert fyrir um hvert framhaldið hjá Tinnu verður.
Til þess að sjá stöðuna á meðal þeirra efstu á LET smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024