Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2019 | 17:00

Evían 2019: Paula Creamer (64) efst e. 1. dag

Bandaríski kylfingurinn Paula Creamer er efst eftir 1. dag á Evían risamótinu, sem er 4. risamótið hjá kvenkylfingum á árinu.

Paula kom í hús í dag á 7 undir pari, 64 glæsihöggum!!!

Í 2. sæti eru 4 kylfingar: Brittany Altomare frá Bandaríkjunum og Jin Young Ko, Mi Hyang Lee og Inbee Park frá S-Kóreu allar 1 höggi á eftir Creamer, þ.e. á 6 undir pari, 65 höggum.

Mel Reid, sem er í baráttu um Solheim Cup sæti líkt og Creamer byrjaði daginn vel og er í 6. sæti ásamt bandaríska nýliðanum Jennifer Kupcho, en báðar luku 1. keppnishring á 5 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna á Evían risamótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: