Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2019 | 17:00

Bubba fer til sálfræðings

Bubba Watson er með tilfinningasamari kylfingum á PGA Tour.

Í gær fimmtudaginn fyrir WGC-FedEx St. Jude Invitational talaði hann um það hvernig hann hefði hemil á tilfinningum sinum.

Sagðist hann m.a. hafa hafið samstarf við sálfræðing fyrir 2 vikum.

Bubba, sem er 40 ára og 12faldur sigurvegari á PGA Tour sagði að ákvörðunin hefði verið tekinn til þess að hjálpa honum að fást við atriði utan valla og hjálpa honum að koma í veg fyrir að þessi atriði hefðu áhrif á leik hans á vellinum.

Ég er með fleira „djönk“ í lífi mínu,“ sagði Bubba. „Bílasölur, körfuboltalið, blokkir, sælgætisverslanir, æfingasvæði, skrifstofubyggingar. Ég verð að ganga úr skugga um að húsbíllinn mín komist á mótsstaði, ég verð að halda krökkunum mínum við efnið í skólanum. Ég á fallega eiginkonu, sem ég verð að gera hamingjusama. Það er bara fullt af öðru „stöffi“ í kringum mig.“

Sálfræðingurinn virðist vera að borga sig því Bubba spilaði á 5 undir pari, 65 höggum og var 3 höggum á eftir forystumanni 1. dags John Rahm á TPC Southwind.

Bubba bætti við að jafnvel þó að sálfræðingurinn hafa bætt hann þá sé markmið sitt ekki aðeins að spila betra golf heldur lifa betra lífi.