Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2019 | 23:59

Poulter fær áhanganda vikið af velli f. að öskra: „Í bönkerinn með ´ann“

Ian Poulter á enn í basli með áhangendur, nú á St. Jude heimsmótinu í Memphis … og fékk hann einn áhangandann, sem hafði verið að öskra „Í bönkerinn með hann (þ.e. bolta Poulter)“ vikið af velli.

Velgengni Poulter í Rydernum hefir gert hann að sérstöku skotmarki bandarískra áhorfenda golfmóta.

Í mars sl. tjáði Poulter sig m.a. um „hálfvita sem gætu ekki þolað nokkra bjóra“ eftir að hafa orðið fyrir ónotum á The Players, þar sem m.a. fjölskylda hans og börn fylgdust með honum. Þetta varð til þess að rásfélagi hans Brian Gay baðst afsökunar f.h. bandarískra áhangenda og áhorfenda.

Atvikið á St. Jude Invitational gerðist á 18. holu þar sem Poulter var 4 höggum á eftir forystumanni 1. dags Jon Rahm.

Þar hrópaði einn áhorfandinn „Í bönkerinn með hann (boltann)“ eftir aðhögg Poulter.

Poulter sneri sér að áhorfandanum og svaraði: „Átt þú virkilega skilið að vera hér?“ og fékk hann vikið af leikvelli.

Þetta eru í sannleika sagt vonbrigði, ég næ þessu, ég er Englendingur, ég spila í Rydernum og ég hef komið einhverjum af þessum náungum í uppnám af og til þegar þeir horfa á sjónvarpið,“ sagði Poulter í viðtali við Sky Sports eftir 1. hring.

En þegar við erum að spila í heimsklassa móti eins og við gerum viku eftir vikur og það eru náungar eins og þessir, sem eru í smáum hópum og vilja spila sig stóra fyrir framan vini sína og öskra fáránlega hluti, þá veldur það bara vonbrigðum.“

Honum hefir verið vikið af vellinum, mér þykir leitt að hafa þurft að gera þetta en við ættum ekki að verða fyrir slíku aðkasti nú til dags.“

Það er leitt, við erum hér í heimsmóti, þetta er frábær leikmannahópur og stórar verðlaunasummur, sem verið er að spila um og mótið hefir allt sem við viljum keppa um, fyrir utan einn hálfvita, sem lætur eins og fífl.

Það er leitt, ég vona að hægt sé að ná tökum á þessu og þessum skrílslátum verði útrýmt því við þörfnumst þeirra ekki í golfinu.

Í aðalmyndaglugga: Ian Poulter á WGC St. Jude. Mynd: Sam Greenswood