Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 19:00

WGC: Koepka mætti 45 mín. f. lokahring St. Jude

Brooks Koepka var hálfslappur fyrir lokahring FedEx St. Jude Invitational heimsmótsins og mætti á mótsstað aðeins 45 mínútum áður en hann tíaði upp.

Að hafa minna en 45 mínútur til að hita upp á atvinnumannsmóti þykir frekar lítið.

Það kom þó ekki í veg fyrir að Koepka sigraði á fyrsta heimsmóti sínu og sínu 7. á PGA Tour.

(Það að mæta of seint) hefir engin áhrif á hvernig ég slæ boltann,“ sagði Koepka m.a. á blaðamannafundinum eftir sigurinn, aðspurður um seina mætingu í mótið. „Mér líður ekki vel. Mér hefir ekki liðið vel alla vikuna, en ég vil ekki afsaka það; ég er ekki að reyna að kvarta. Ég bara dembdi mér út í þetta. Fólk er að mæta til vinnu veikt öllum stundum. Ég tek mér líka alltaf minni tíma á sunnudögum. Ég hef spilað í 3 daga, það er heitt úti og mér líður ekki svo vel, þannig að ég fer ekki þarna út og eyði orku minni á æfingasvæðinu, þegar ég get gert það úti á velli.“

Í aðalmyndaglugga: Brooks Koepka á leið á æfingasvæðið í mjög svo stutta upphitun fyrir lokahring FedEx St. Jude Invitational heimsmótið.