Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2019 | 20:00

Lexi biðst afsökunar

Á blaðamannafundi í dag, 31. júlí 2019 talaði Lexi um atvikið þegar hún skildi vegabréfið sitt eftir í settinu, sem varð til þess að 37 kylfingar, sem hún mun keppa við á morgun á Opna breska kvenrisamótinu, misstu af æfingahringjum sínum.

Ég var í sannleika sagt að „fríka út“, að ég yrði strandaglópur þarna (í Frakklandi“ sagði Lexi, þegar hún rifjaði upp þá stund þegar henni varð ljóst að vegabréfið væri í golfsetti hennar. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að það yrðu svona miklar tafir með sett hinna kylfinganna, mér þykir það mjög leitt.“

Lexi setti sig í spor kylfinganna 37 sem ekki gátu spilað æfingahringi sína og sagðist líka myndu hafa orðið æst ef þetta hefði komið fyrir sig. Hún sagðist gera sér grein fyrir að aðrir kylfingar væru æstir út í sig, en enginn hefði komið að orði við hana varðandi þetta óhappaatvik.

Ég hef ekki talað við marga kylfinga um þetta. Þeir hafa ekki komið til mín. En ég skynja þetta (reiðina/æsinginn)“ sagði Lexi. „Ég meinti ekkert með þessu og ég held að allir sem þekkja mig persónulega …. ég vissi ekki að þetta myndi gerast. Ég vildi ekki að þetta gerðist. En það gerðist og mér þykir það mjög leitt.“