Sæmundur fer til Montecastillo
Sæmundur Norðfjörð hreppti aðalvinninginn í Regluverðinum 2019 og vann sér inn lúxusgolfferð fyrir tvo á hinn margrómaða Montecastillo völl á Spáni. Regluvörðurinn er golfleikur Varðar og Golfsambands Íslands sem nýtur síaukinna vinsælda. Metþátttaka var í honum í sumar er hann fór fram sjöunda árið í röð.
Í leiknum, sem spilaður er á vef Varðar, geta spilarar kannað þekkingu sína á golfreglunum og þeir sem standast prófið fá hin eftirsóknarverðu Regluvarðar verðlaun. Vinsældir leiksins hafa aukist með ári hverju en í sumar tóku um 30 þúsund þátt og hefur starfsfólk Varðar ekki haft undan að senda verðlaunapeninga til stoltra Regluvarða.
Golfleikurinn sameinar bæði gagn og gaman og um leið eiga spilarar kost á glæsilegum verðlaunum. Leiknum er einnig ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.
Sæmundur, sem er kylfingur í golfklúbbi Brautarholts, var dreginn út 19. ágúst sl. úr hópi þeirra sem tóku þátt í golfleiknum og á hann von á skemmtilegri golfferð með Heimsferðum til Spánar í boði Varðar.
Vörður óskar Sæmundi innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í golfleiknum í sumar.
Á myndinni má sjá (f.v) Hörð Hinrik Arnarson frá Heimsferðum, Hauk Örn Birgisson, forseta GSÍ, Sæmund Norðfjörð, sigurvegara leiksins og Steinunni Hlíf Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra hjá Verði.
Traustur bakhjarl GSÍ
Vörður er traustur bakhjarl GSÍ og meðal þess sem Vörður veitir fé til er útgáfa alþjóðlegrar reglubókar fyrir íslenska kylfinga. Golf byggir á nákvæmum og dálítið flóknum reglum. Það þarf stundum að láta reyna á reglubókina sem allir kylfingar ættu að hafa með í golfpokanum. Golfreglur og tryggingaskilmálar eiga það sameiginlegt að fjalla af nákvæmni og í smáatriðum um atriði sem fæstir vilja hugsa um. Þegar á reynir er hins vegar gott að geta gripið í reglubókina.
Í aðalmyndaglugga (f.v): Hörður Hinrik Arnason frá Heimsferðum, Haukur Örn Birgisson, forseta GSÍ, Sæmundur Norðfjörð, sigurvegari leiksins og Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Verði.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024