Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 23:59

Valdís Þóra komst g. niðurskurð m/glæsibrag!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, flaug í gegnum 2. niðurskurðinn með glæsibrag, á 1. stigi úrtökumóts fyrir Symetra Tour og LPGA af þremur. Áður var hún búin að komast í gegnum fyrri niðurskurðinn.

Úrtökumótið fer fram dagana 22.-25. ágúst 2019, á 3 völlum: Arnold Palmer og Dinah Shore golfvöllum, Mission Hills golfklúbbsins, í Rancho Mirage, og Faldo vellinum í Shadow Ridge, Kaliforníu.

Á morgun, sunnudaginn 25. ágúst, verður lokahringurinn spilaður og þá ræðst hvaða 60 komast á næsta stig úrtökumótsins.

Valdís Þóra hefir í mótinu verið með glæsispilamennsku, en hún er á samtals 1 undir pari,  215 höggum           (72 73 70) og er T-36!!!

Aðeins 95 efstu af þeim 151, sem komust í gegnum 1. niðurskurðinn og þær sem jafnar voru í 95. sæti fóru í gegnum 2. niðurskurðinn – það voru að þessu sinni 36, sem voru jafnar í 82. sæti – allar á samtals 5 yfir pari og því samtals 108, sem fóru gegnum 2. niðurskurðinn.

Bianca Pandanganan

Efstar fyrir lokahringinn eru 3 kylfingar: filippseyski kylfingurinn Bianca Pandanganan, Ana Ruiz Laphond, frá Mexíkó og Min A Yoon frá S-Kóreu, en þær eru allar búnar að spila keppnishringina 3 á samtals 9 undir pari.

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu á Rancho Mirage með því að SMELLA HÉR: