Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2019 | 18:00

Spork og Sörenstam í frægðarhöll kylfinga

Kylfingarnir Shirley Spork og „Íslandsvinurinn“ Annika Sörenstam verða vígðar í frægðarhöll kylfinga ( PGA of America Hall of Fame) 5. nóvember n.k. í West Palm Beach, Flórída.

Spork er ein af stofnendum LPGA og hefir kennt golf mestan part ævinnar. Hún sigraði í fyrsta risamóti sínu aðeins 24 ára.

Reyndar hafa þær báðar Spork og Annika sigrað í 10 risamótum kvennagolfsins. Anniku er næsta óþarfi að kynna, hún er ein af lifandi golfgoðsögnum kvennagolfsins – Sjá kynningu á henni með því að SMELLA HÉR:

Þær báðar Spork og Sörenstam hafa markað sögu kvennagolfsins og skilið eftir sig djúp spor sigurs og endurgjafar til golfíþróttarinnar, Annika er m.a. stofnandi ANNIKA Foundation sem hefir styður við bakið á meira en 450 ungum kvenkylfingum árlega og hún er einnig talsmaður LPGA-USGA Girls Golf program’s initiatives.

Aðrir sem inngöngu hljóta í frægðarhöllina í nóvember 2019 eru fyrrverandi sigurvegarar PGA Championship  Dave Marr II og Davis Love III, fyrrum forseti PGA Derek Sprague og golfkylfuhönnuðurinn frægi, mannvinurinn og upphafsmaður Solheim Cup, Karsten Solheim.