Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Maverick McNealy (3/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler með 2935 stig.

Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.

Í dag verður kynntur sá kylfingur varð í 23. sæti eftir reglulega tímabilið, Maverick McNealy, sem var með 796 stig á stigalista Korn Ferry Tour.

Maverick McNealy fæddist 7. nóvember 1995 í Portola Valley, Kaliforníu og er því aðeins 23 ára.

Foreldrar hans eru Scott og Suzann McNealy.

Maverick er 1,85 m á hæð.

McNealy var í : The Harker School – Middle School Campus og úrskrifaðist þaðan 2013.

Síðan lék hann í bandaríska háskólagolfinu með liði Stanford Unversity, það sem hann útskrifðist 2017 með gráðu í verkfræði.

Helstu sigrar McNealy, sem áhugamaður eru eftirfarandi:

2014 OFCC Fighting Illini Invite, SW Invite
2015 The Prestige at PGA West, The Goodwin, Pac-12 Championships, NCAA Chapel Hill Regional, Northern California Amateur Match Play, OFCC Fighting Illini Invite, U.S. Collegiate Championship, Gifford Collegiate-CordeValle
2016 Western Intercollegiate, Nike Collegiate Invite.

Helstu viðurkenningar sem Maverick hefir hlotið eru eftirfarandi: Haskins Award 2015;  Mark H. McCormack Medal 2016 og Ben Hogan Award 2017.

Eftir útskrift gerðist McNealy atvinnumaður í golfi (þ.e. 2017).

Hann komst þegar á Web.com mótaröðina (nú Korn Ferry Tour).

Árið 2018 spilaði Maverick í 18 mótum á Web.com og komst í gegnum niðurskurð í 12 þeirra. Besti árangur hans það keppnistímabilið var T-3 árangur á the United Leasing & Finance Championship. McNealy vann sér inn  $84,261 og lauk keppni í 65. sætinu á peningalistanum 2018, sem nægði ekki fyrir korti á PGA Tour 2019, en hann ávann sér hins vegar fullan spilarétt á Web.com mótaröðinni fyrir 2019 keppnistímabilið.

Þar vann hann sér inn 787 stig á stigalista Korn Ferry Tour, sem nægði í 23. sætið eftir reglulega tímabilið og næsta keppnistímabil 2019-2020 spilar Maverick McNealy því á PGA Tour.

Maverick McNealy er nafn sem vert er að leggja á minnið – sem og hvar þið lásuð fyrst um þennan hæfileikaríka kylfing … nefnilega hér á Golf 1.