BERTHOUD, COLORADO – JULY 13: Michael Gellerman acknowledges the gallery after making a birdie putt on the 17th hole during the third round of the Korn Ferry Tour TPC Colorado Championship at TPC Colorado on July 13, 2019 in Berthoud, Colorado. (Photo by Jeff Gross/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Michael Gellerman (4/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.

Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.

Í dag verður kynntur sá kylfingur varð í 22. sæti eftir reglulega tímabilið, Michael Gellerman, sem var með 806 stig á stigalista Korn Ferry Tour.

Michael Gellerman fæddist 10. ágúst 1992 í Tucson, Arizona, og er því 27 ára. Hann á eina systur, Jamie, sem er efnaverkfræðingur.

Gellerman hóf að spila golf á Jack Nicklaus hannaða vellinum í Breckenridge Resort í Colorado aðeins 7 ára.

Gellerman er 1.75 m á hæð. Hann spilaði engu að síður körfubolta í menntaskóla bæði í 5. og 6. bekk.

Gellerman lék í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Oklahoma og útskrifaðist með gráðu í samskiptafræðum (ens. communication) árið 2015.

Það ár, 2015, gerðist Gellerman atvinnumaður í golfi. Árið eftir, 2016 var hann kominn á Web.com Tour (nú Korn Ferry Tour) þar sem hann hefir mestmegnis spilað.

Árið 2019 sigraði Gellerman í 1. móti sínu á Korn Ferry Tour þ.e. KC Golf Classic.

Annað um Gellerman:

Það sem er í uppáhaldi hjá Gellerman eru: Derek Jeter (íþróttamaður sem ekki er kylfingur), öll lið University of Oklahoma og University of Arizona (háskólalið), Oklahoma City Thunder (atvinnumannslið), Hawaii (uppáhalds staður til að vera í fríi),  fudge-ið hennar ömmu (matur), Pebble Beach (golfvöllur), „The Prestige“ and „Good Will Hunting“ (kvikmyndir) og ESPN „SportsCenter“ og „Family Guy“ (sjónvarpsþættir).

Frægasta manneskja sem Gellerman hefir hitt er stuðningsmaður OU Toby Keith.

Í draumaholli Gellerman myndu vera: Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Lee Trevino.

Atriði sem ekki margir vita um Gellerman er að hann elskar hunda.

Meðal hluta á lista hans yfir hluti sem hann vill koma í verk er að ferðast til Evrópu og sjá Eiffel turninn í París.

Helstu áhugamál utan golfsins: að horfa á íþróttir sérstaklega bandarískan fótbolta og körfubolta og veiðar.