Farsæll endir f. Solheim Cup kylfingana 2
Eitt stærsta mótið í kvennagolfinu hefst n.k. föstudag, Solheim Cup.
Tveir kylfingar, einn úr hvoru liði – Jodi Ewart Shadoff og Angel Yin — lentu á Edinborgar flugvelli, með vél Air Lingus flugfélagsins, en kylfur þeirra voru ekki með.
Til þess að gera vont, verra, þá spila báðir kylfingar með blöndu af kylfum þ.e. frá mismunandi framleiðendum þannig að það hefði verið erfiðara að setja saman nýtt sett fyrir þær.
„Ég er með mismunandi vörumerki, þannig að það er virkilega erfitt að setja saman nýtt sett,“ sagði Yin við fréttamann Golfweek.com, Beth Ann Nichols í gær.
Jodi Ewart Shadoff sá kylfur sínar þegar millilent var í Dublin á Írlandi og sá að þeim var ekki hlaðið um borð í vélina.
„Hún leit út um gluggann í Dublin og sá að kylfur hennar voru ekki settar um borð í vélina,“sagði eiginmaður Jodi, Adam Shadoff í viðtali við GolfDigest.com. „Hún sagði flugliðum frá þessu og þeir sannfærðu hana um að þeim yrði komið til Edinborgar.“
„Það voru meira en 200 töskur og farangur í Dublin, sem fljúga átti með til Edinborgar,“ sagði Shadoff í SMS-i til fyrirliðans Nichols. „Þeir hafa sent vél með bara með farangri, sem var að lenda í þessu, þannig að vonandi eru kylfurnar með.“
Sem betur fer voru kylfusett beggja kylfinganna í þeirri vél þannig að þessi frétt fékk farsælan endi.
Í aðalmyndaglugga: Jodi Ewart Shadoff annar kylfinganna, sem ekki fékk kylfur sínar fyrr en seint og síðar meir.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024