Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 10:30

Solheim Cup 2019: MacDonald kemur í stað Lewis

Þriðjudaginn sl. tilkynnti fyrirliði liðs Bandaríkjanna, Juli Inkster, að einn liðsmaður liðs Bandaríkjanna, Stacy Lewis, hefði dregið sig úr keppni vegna bakmeiðsla.

Það er 1. varamaður, Ally McDonald sem tekur sæti Lewis.

Stacy er ein af áköfustu keppnismanneskjum sem ég hef fyrir hitt. Ég veit að þetta var ótrúlega erfið ákvörðun fyrir hana, en hún hafði hagsmuni liðsins að leiðarljósi,“ sagði Inkster eftir að Lewis hafði dregið sig úr keppni.“

Stacy mun vera með liði Bandaríkjanna í keppninni og er mikill ávinningur að hafa hana.

Ég er gífurlega vonsvikin að geta ekki keppt. Ég er keppnismanneskja og vil spila, en ég fékk í bakið í sl. viku,“ sagði Lewis. „Ég hef gert allt sem ég mörgulega gat sl. viku til þess að spila. Vegna heilsu minnar og það sem ég tel bestu hagsmuni liðsins hef ég ákveðið að draga mig úr keppni. Ég mun takast á hendur annað hlutverk í liðinu og mun gera allt sem ég get til þess að stuðla að því að lið Bandaríkjanna taki bikarinn heim.“

Ally McDonald er á 4. ári sínu á LPGA Tour og hún er nýliði í Solheim Cup.