Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 11:45

Solheim Cup 2019: Bandaríkin 1 1/2 – Evrópa 2 1/2 – Leikirnir e.h.

Eftir föstudagsleikina fyrir hádegi er lið Evrópu 1 stigi yfir!!! 🙂

Leikar í fjórmenningnum f.h. fóru með eftirfarandi hætti:

Brontë Law og Carlotta Ciganda (lið Evrópu) skildu jöfn við Marinu Alex og Morgan Pressel (lið Bandaríkjanna)

Georgia Hall og Celine Boutier (lið Evrópu) unnu Lexi Thompson og Brittany Altomare (lið Bandaríkjanna) 2&1

Caroline Massonn og Jodi Ewart Shadoff (lið Evrópu) töpuðu stórt f. Korda-systrunum (lið Bandaríkjanna) 6&4

Azahara Muñoz og Charlie Hull (lið Evrópu) unnu Megan Khang og Annie Park (lið Bandaríkjanna) 2&1

Eftir hádegi mætast eftirfarandi kylfingar í fjórbolta:

Suzann Petterson og Anne Van Dam (lið Evrópu) spila við Lizette Salas og Danielle Kang (lið Bandaríkjanna)

Anna Nordqvist og Caroline Hedwall (lið Evrópu) spila við Angel Yin og Ally McDowell (lið Bandaríkjanna)

Charlie Hull og Azahara Muñoz (lið Evrópu) spila við Nelly Korda og Brittany Altomare (lið Bandaríkjanna)

Brontë Law og Carlotta Ciganda (lið Evrópu) spila við Jessica Korda og Lexi Thompson (lið Bandaríkjanna).

Fylgjast má með stöðunni á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Sigurtvennd Evrópu f.h. á föstudeginum: Azahara Muñoz og Charlie Hull.