Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 11:30

Solheim Cup 2019: Evrópa 6 1/2 – Bandaríkin 5 1/2

Leikirnir í laugardags fjórmenningnum fyrir hádegið í Solheim Cup fóru 2-2 þ.e. lið Bandaríkjanna vann tvo leiki og lið Evrópu tvo.

Þær sem unnu f.h. Evrópu voru eftirfarandi:

Georgia Hall og Celine Boutier unnu Lizette Salas og Ally McDonald 3&2.

Azahara Muñoz og Charlie Hull unnu Megan Khang og Danielle Kang nokkuð auðveldlega 4&3.

Þær sem unnu sína leiki f.h. Bandaríkjanna voru eftirfarandi:

Korda-systur rúlluðu yfir Brontë Law og Carlottu Ciganda 6&5.

Leikurinn féll með Morgan Pressel og Marina Alex gegn Önnu Nordqvist og Anne Van Dam, 2&1.

Sjá má heildarstöðuna á Solheim Cup 2019 með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: f.v. Georgia Hall og Celine Boutier unnu leik sinn fyrir Evrópu f.h. á laugardeginum í fjórmenningi.