Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 01:00

PGA: Niemann leiðir e. 3. dag

Það er Joaquin Niemann frá Chile sem leiðir eftir 3. dag „A Military Tribute at the Greenbrier“, opnunarmóti PGA Tour, keppnistímabilið 2019-2020.

Niemann er búinn að spila á samtals 15 undir pari.

Þrír kylfingar deila 2. sætinu, 2 höggum á eftir Niemann; þ.e. Richy Werenski, Robby Shelton og Nate Lashley, allir á samtals 13 undir pari, hver.

Werenski og Shelton eru nýliðar á PGA, meðan Niemann og Lashley eru 1 árs leikmenn á PGA; þ.e. spiluðu 2018 á PGA Tour.

Sjá má stöðuna á „A Military Tribute at the Greenbrier“ að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 3. dags á „A Military Tribute at the Greenbrier“ með því að SMELLA HÉR: