Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 10:00

Solheim Cup 2019: Lexi m/bakverki í tvímenningnum

Lexi Thompson, nr. 3 á Rolex-heimslista kvenna gekk ekki heil til skógar í tvímenningsleik sínum á sunnudaginn á Solheim Cup.

Hún tapaði óvænt viðureign sinni gegn Georgiu Hall, nr. 38 á Rolex-heimslista kvenna (í liði Evrópu) 2&1.

Nú hefir komið í ljós að allan tvímenningsleikinn var Lexi að kljást við eymsli í baki og píndi sig allt þar til á 17. braut þegar Georgia hafði betur 2&1, á leið sinni að glæsilegum 4-0-0 árangri á Solheim Cup 2019!

Lexi heldur um neðri, vinstri hluta baks síns þar sem hún var með taugakippi allan sunnudagstvímenninginn

Lexi gat ekki einu sinni tíað bolta sinn upp; það gerði kaddý hennar fyrir hana. Umboðsmaður Lexi, Bobby Kreusler sagði þetta í fyrsta sinn á ævi Lexi að hún hefði fengið í bakið, en eitthvað gaf sig í upphituninni fyrir tvímenninginn.

Sjúkraþjálfi LPGA var til taks til að lina þjáningar Lexi milli brauta, en í neðra, vinstri hluta baks Lexi voru taugakippir (ens. spasms).

Fréttamaðurinn Jerry Foltz hjá Golf Channel sagði: „Þeir voru ekki viss um hvort hún gæti klárað og hún (Lexi) vonaði bara að adrenalínið gæti komið henni gegnum þetta.“

Sjá má hápunkta úr leik Lexi og Georgiu í tvímenningnum á sunnudeginum, þar sem Lexi var með bakeymsli og Georgia hafði betur með því að SMELLA HÉR: