Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2019 | 08:00

Solheim Cup 2019: Hver stóð sig best… og hver verst?

Í fyrirsögn er spurt: Hver stóð sig best í nýafstöðnu Solheim Cup 2019?

Svarið við þessu virðist einfalt: lið Evrópu, þær sigruðu jú!

Það er rétt en ….. þetta er samt ekki svona einfalt; í keppni sem Solheim er það liðsheildin sem skiptir máli, en hér á eftir verður farið í hvernig hver og einn leikmaður af leikmönnunum 24 í Solheim Cup stóð sig.

Stelpurnar stóðu sig með eftirfarandi hætti:

Celine Boutier (Lið Evrópu) 4 stig    4-0-0

Georgia Hall (Lið Evrópu) 4 stig      4-0-0

Talað er um Boutier og Hall sem samsvarandi tvennd og „Molinari“ í Rydernum. Þær unnu alla leiki sína!!! Stóðu sig langbest af öllum.  Saman voru þær Boutier og Hall með 5 stig af 14 1/2 sigurstigum liðs Evrópu.

Jessica Korda  (Lið Bandaríkjanna) 3,5 stig 3-1-0

Nelly Korda  (Lið Bandaríkjanna) 3,5 stig 3-1-0

Korda-systurnar skrifuðu sig í golfsögubækurnar í þessu Solheim Cup móti, sem fyrstu systurnar til þess að keppa í sama Solheim Cup liði fyrir Bandaríkin. Þær eru jafnframt fyrstu systurnar sem báðar eru með bestan árangur fyrir bandaríska liðið.  Þær stóðu sig best af öllum í bandaríska liðinu í þessu Solheim bikars móti.

Charlie Hull (lið Evrópu) 3 stig 2-2-0  – Að undanskildum „Halltier“ stóð Hull sig best allra í liði Evrópu – vann inn 3 stig fyrir lið Evrópu: 1/2 stig í tvímenningnum og 2,5 stig með Azahöru Muñoz, sem var með 4. besta skorið í liði Evrópu.

Azahara Muñoz (Lið Evrópu) 2,5 stig 2-1-1

Brittany Altomare Lið Bandaríkjanna) 2,5 stig 2-1-1  Britany Altomare var á 3. besta skori þeirra bandarísku – Vann 1 stig fyir Bandaríkin í tvímenningnum og 1 1/2 stig í fjórmenningi og betri bolta.

Suzann Pettersen (Lið Evrópu) 2 stig 2-0-1 – Suzann er snillingur – Var á 5. besta skori þeirra evrópsku – setti niður sigurpúttið og var með 2 stig þ.e. 2 sigra í mótinu í 3 leikjum.

Angel Yin (Lið Bandaríkjanna) 2 stig 2-0-1

Brontë Law (Lið Evrópu) 2 stig 1-2-1

Carlota Ciganda (Lið Evrópu) 2 stig 1-2-1

Marina Alex (Lið Bandaríkjanna) 2 stig 1-2-1

Morgan Pressel (Lið Bandaríkjanna)  1 1/2 stig 1-1-1

Anna Nordqvist (Lið Evrópu) 1 stig 1-0-2

Annie Park (Lið Bandaríkjanna) 1-0-2

Lizette Salas (Lið Bandaríkjanna) 1 stig 1-0-2

Ally McDonald (Lið Bandaríkjanna) 1 stig 1-0-3

Anne Van Dam (Lið Evrópu) 1 stig 1-0-3

Danielle Kang (Lið Bandaríkjanna) 1 stig 1-0-3

Lexi Thompson (Lið Bandaríkjanna) 1 stig 0-2-2

Jodi Ewart Shadoff (Lið Evrópu) 1/2 stig 0-1-2

Meghan Khang (Lið Bandaríkjanna) 1/2 stig 0-1-2

Caroline Masson (Lið Evrópu) 1/2 stig stig 0-1-2

Caroline Hedwall (Lið Evrópu) 0 stig  0-0-2

Caroline Hedwall

Hedwall sem var með fullt hús stiga, 5 stig í Solheim keppninni 2013 og hefir gilt sem algjör Solheim Cup stjarna stóð sig verst allra í þessari Solheim Cup keppni. Hún byrjaði á að tapa leik sínum í betri bolta eftir hádegið á föstudeginum í mótinu ásamt Önnu Nordqvist og tapaði síðan 2 up leik sínum í tvímenningnum á sunnudeginum. Hún er stigalaus í þessu móti. Hún var bara með eftir hádegi á föstudeginum, hvíldi laugardaginn og tapaði leik sínum á sunnudeginum. Á móti kemur að hún spilaði líka fæsta leiki allra, eða aðeins tvo.