Harry Higgs
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Harry Higgs (22/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.

Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.

Í dag verður kynntur sá kylfingur, sem varð í 4. sæti eftir reglulega tímabilið, Harry Higgs sem var með 1491 stig á stigalista Korn Ferry Tour.

Harry Higgs fæddist 12. apríl 1991 og er því 28 ára.

Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Southern Methodist University og útskrifaðist 2014 með gráðu í íþróttafræðum (ens.: Sports Management). Sjá má um afrek Higgs í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Árið 2015 spilaði Higgs á PGA TOUR Latinoamérica og sigraði á einu móti, þ.e. 2018 Diners Club Peru Open presentado por Lexus.

Higgs komst á undanfara Korn Ferry Tour, 2016. Fyrsti sigur hans þeirri mótaröð kom hins vegar ekki fyrr en 2019 á Price Cutter Charity Championship presented by Dr Pepper á Korn Ferry Tour og er því kominn á mótaröð þeirra bestu í heimi, PGA Tour í fyrsta sinn og er nýliði í ár.

Sem stendur er Higgs nr. 139 á heimslistanum.

Ýmislegt annað um Higgs:

Yngri bróðir Harry Higgs,  Alex, er líka atvinnukylfingur, sem spilaði fyrir SMU. Þegar Harry var efstubekkingur var Alex busi.

Harry Higgs missti eitt sinn viku í menntaskóla þegar hann keppti 17 ára, sem áhugamaður á KC Golf Classic, sem var mót á undanfara Korn Ferry Tour.

Higgs spilaði við George W. Bush, Bandaríkjaforseta á Preston Trail CC í Dallas.

Higgs ólst upp í Overland Park, Kansas og er mikill Kansas City Royals aðdáandi.

Meðal félaga í háskólaliði Higgs, var Bryson DeChambeau.

Ef Higgs væri ekki kylfingur myndi honum langa til þess að vera öldungardeildarþingmaður, ríkisstjóri eða hugsanlega forseti.