Sandra Gal
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 14:00

Myndskeið: Hver er kylfingurinn: Sandra Gal?

Nú í vikunni greindi Golf1 frá því að Golf Digest hefði staðið fyrir kosningu á „heitasta kylfingnum.“ Þá kosningu vann þýska W-7 módelið Sandra Gal. Sjá hér: SANDRA GAL – VALIN HEITASTI KYLFINGUR GOLF DIGEST

Sandra Gal

Yfirleitt þegar Golf 1 stendur fyrir kynningum á kylfingum, þá eru þær í lengra lagi og í rituðu máli. Hér verður aðeins brugðið út af vananum því hér er ætlunin að sýna Hver er kylfingurinn myndskeið frá LPGA… um Söndru GAL. Smellið hér:

MYNDSKEIÐ LPGA: HVER ER KYLFINGURINN SANDRA GAL?

Í myndskeiðinu kemur m.a. fram að Sandra Gal sé frá Köln í Þýskalandi og hafi fluttst til Bandaríkjanna 19 ára til þess að stunda nám við University of Florida. Þar spilaði hún m.a. golf með Gatorsstelpunum í skólanum. Sandra er einkabarn, sem ferðaðist mikið milli golfvalla með foreldrum sínum þegar hún var yngri. Meðal helstu áhugamála hennar er að teikna og mála, vera á brettaborði og hún elskar að elska!  Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún væri ekki í golfinu sagðist hún myndu vilja vinna hjá CIA…. nei allt í gríni… hún myndi vilja vera kappakstursmaður, því að sögn Söndru keyrir hún alltof hratt og hefir komið sér í vandræði í Bandaríkjunum vegna þessa, en hámarkshraði á hraðbrautum þar er lægri en á Autoböhnunum þýsku. Helstu þýsku íþróttahetjurnar eru að hennar áliti körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzky, Martin Kaymer og Bernhard Langer. Hún fílar Béyonce, Rihönnu og Bítlana, þegar kemur að tónlist.

Sandra Gal

Svo er hér annað skemmtilegt myndskeið með Söndru: en þar kemur m.a. fram að fyrsta golfminning hennar sé af sér á golfvelli 6-7 ára í Portúgal, þar sem henni fannst gaman að keyra um í golfbíl – helstu fyrirmyndirnar í golfinu eru Ernie Els og Fred Couples og uppáhaldsgolfvöllurinn er Oakmont í Kaliforníu. Til þess að sjá svörin við hinum 6 af 9 spurningunum sem Sandra er spurð að, smellið hér að neðan:

SANDRA GAL SVARAR 9 SPURNINGUM

Loks má hér sjá „slights-show“ með myndum af Söndru:

MYNDIR AF SÖNDRU GAL