PGA: Einhentur kylfingur fékk ás!
Laurent Hurtubise er með einn og hálfan handlegg þ.e. hægri handleggurinn endar við olnbogann og hann fæddist svona … en hann hefir spilað golf frá 11 ára aldri.
Hann tekur nú þátt í pro-am hluta The American Express, sem er mót vikunnar á PGA Tour.
Og viti menn …. Hurtubise fór holu í höggi!!!
Ásinn kom á 151 yarda 4. holu PGA West Stadium Course.
Þrefaldur PGA Tour sigurvegarinn Troy Merritt, var spilafélagi Hurtubise í pro-am hluta mótsins og hann var jafnvel enn hrifnari af afrekinu en Hutubise.
„Þetta er svalasta upplifun mín á golfvellinum,“ sagði Merritt.
Annar PGA Tour sigurvegari, Greg Chalmers, sem einnig er örvhentur eins og Hurtubise var í leikhópnum með honum.
„Hann sló og þetta var næs „cut“ af örvhentum manni. Þá þegar óskuðum við þess að hann (boltinn) myndi setjast en þetta var eitt af þessum höggum sem mann grunaði að gæti farið í holu,“ sagði Chalmers.
„Hann (boltinn) lenti framarlega á flötinni og við horfum öll eins og í leiðslu á þegar hann rann í átt að holu og síðan, bang, hvarf ofan í hana. Við hentumst öll upp í fögnuði og Laurent ærðist og sagði nokkur vel valinn orð, en hvernig er hægt að áfellast hann? Þetta var ótrúlegt högg!“
„… held hann hafi sagt mér að þetta væri þriðji ásinn hans, svo þetta er æðislegt.“
Hurtubise ólst upp með einn og hálfan handlegg og fann fljótt út að íþróttir væru leið til þess að nálgast aðra krakka.
„Sem krakki voru íþróttir eitthvað það sem ég gat sannað að jafnvel þó ég væri öðruvísi gæti ég verið eins og venjulegt fólk … eins og ég kalla það,“ sagði Hurtubise í viðtali við Desert Sun.
„Fólk er mismunandi og er með fatlanir eða hvað sem er, en þetta var mín leið til að sanna að ég gæti verið jafngóðir og aðrir.“
Hurtubise spilaði líka ísknattleik og hafnarbolta en golfið varð uppáhaldsíþrótt hans þegar hann var 11 ára. Með vinstri hendinni nær hann að slá 230 yarda dræv.
Hann notar golfið líka til að hvetja aðra tvíhandleggja menn með fatlanir. Hann talar við börn og foreldra á Shriners hospital nálægt heimili sínu í Montreal um hvernig megi yfirstíga þær hindranir sem fatlaðir mæta.
„Það veitir ánægju þegar einhver segir mér að ég hafi veitt þeim innblástur til þess að stunda íþróttir,“ sagði Hurtubise loks.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024