Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2012 | 10:30

PGA: Myndskeið af hápunktum og höggi 3. dags á Humana Challenge

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af samanteknum hápunktum 3. dags á Humana Challenge á La Quinta golfsvæðinu, í Kaliforníu. Meðal þess fyrsta sem sýnt er frá er Pro-Am hlutinn þar sem Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna slær fallegt golfhögg/ vipp á 9. braut og setur síðan púttið niður. Á næstu braut (10. braut) urðu hann og golffélagi hans og vinur, golfgoðsögnin ástralska, Greg Norman, að hætta spili vegna hvassviðris.

Högg dagsins átti Bandaríkjamaðurinn Steve Marino, sem líka var fallegt vipp. Hann er á -3 undir pari eftir 3. dag og samtals -14 undir pari.

Það er Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson, sem er í forystu á mótinu á samtals -21 undir pari, en hann varð að hætta leik á 15. braut.

Talið er að það takist að ljúka 4 hringja spili á mótinu í dag, en flestir kylfingar voru búnir að ljúka 9 holu spili á 3. hring í gær.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags m.a. frábært golfhögg og pútt fv. Bandaríkjaforseta, Bill Clinton, smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags, slegið af Steve Marino, á Humana Challenge smellið HÉR: