Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2020 | 23:59

PGA: Rahm leiðir f. lokahring FIO

Það er Jon Rahm, sem leiðir fyrir lokahring Farmers Insurance Open.

Rahm hefir spilað á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 71 65).

Á hæla hans er forystumaður hálfleiks mótsins, Ryan Palmer, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 11 undir pari, 205 höggum (72 62 71).

Í 3. sæti á samtals 9 undir pari, 207 höggum eru 4 kylfingar, þeir Rory McIloy, Harry Higgs, Sung Kang frá S-Kóreu og Cameron Champ.

Aðrir sem vert er að fylgjast með eru eftirfarandi: Forystumenn 1. dags: hinn ungi, danski Sebastian Cappelen, sem var í forystu 1. dag er nú T-7; Tiger Woods er T-14 og Keegan Bradley, sem leiddi með Cappelen eftir 1. dag er dottinn niður í T-21 stöðu.

Sjá má stöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 3. dags á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: