Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 15:00

Evróputúrinn: Herbert sigraði í Dúbaí

Það var franski kylfingurinn Lucas Herbert, sem sigraði á Omega Dubai Desert Classic.

Herbert og suður-afríski kylfingurinn Christiaan Bezuidenhuit voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur; báðir á 9 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Herbert hafði betur í.

Þriðja sætinu deildu 3 kylfingar 2 höggum á eftir forystumönnunum; Adri Arnaus frá Spáni; Dean Burmester frá S-Afríku og enski kylfingurinn Tom Lewis.

Sjá má lokastöðuna á Omega Dubai Desert Classic með því að SMELLA HÉR: