Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019 Warner Bros. Entertainment Inc.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2020 | 13:00

LET: Valdís varð T-7 í S-Afríku!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour skammstafað LET).

Mótið bar heitið Investec South African Women’s Open og fór fram í Westlake golfklúbbnum í Höfðaborg, S-Afríku, dagana 12.-14. mars og lauk því í dag.

Valdís Þóra náði þeim stórglæsilega árangri að landa 7. sætinu og mun það vera 4. besti árangur hennar til þessa.

Valdís lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (72 70 72).

Á heimasíðu sinni sagðist Valdís Þóra hafa blendnar tilfinningar, en þó árangurinn hefði verið góður hefði hún ekki nýtt tækifæri sín sem skyldi.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók einnig þátt í mótinu en náði því miður ekki niðurskurði í þetta sinn.

Sjá má lokastöðuna í Investec South African Women’s Open með því að SMELLA HÉR: