Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2020 | 22:00

2. risamóti ársins frestað!

Annað risamót ársins, PGA Championship, sem átti að fara fram dagana 11. – 17. maí n.k. hefir verið frestað vegna kóróna vírusins.

Til stóð að mótið færi fram á TPC Harding Park í San Francisco, Kaliforníu, en nú hefir mótinu sem segir verið frestað.

Þetta kemur í kjölfar þess og á eftir að The Masters, sem átti að hefjast 9. apríl n.k. á Augusta National í Georgíu var blásið af.

Frestun er besta ákvörðunin fyrir alla sem hlut eiga að máli,“ sagði Seth Waugh, yfirmaður PGA of America.

„Í öllu matsferli okkar höfum við skuldbundið okkur til að fylgja leiðbeiningum opinberra heilbrigðisyfirvalda.“

Jafnframt tók Waugh fram að samvinna væri höfð við m.a. PGA Tour og borgarstjóra San Francisco, London Breed og starfsmenn hennar.

Stutt er síðan að PGA Tour aflýsti 4 mótum þ.e.:  RBC Heritage, Zurich Classic í New Orleans, Wells Fargo Championship og Byron Nelson mótinu.

Í fyrsta lagi er nú talið að viðburðir á PGA Tour gætu hafist í vikunni 18. maí, í allra fyrsta lagi.

Næsta mót á dagskrá hjá Evróputúrnum er Andalucia Open, sem á að fara fram 30. apríl nk. Í kvennagolfinu hefir fyrsta risamóti kvennagolfsins, ANA Inspiration einnig verið aflýst.

Í aðalmyndaglugga: Brooks Koepka, sem sigrað hefir í undanförnum tveimur PGA Championship risamótum