Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2020 | 12:30

Alþjóðaólympíunefndin frestar Ólympíuleikunum 2020 í Japan til ársins 2021

Gestgjafaþjóð næstu Ólympíuleika, Japan, fór fram á það í ljósi kórónaveirufaraldsins að Ólympíuleikunum yrði frestað til ársins 2021.

Ólympíunefndin þurfti ekki lengi að hugsa sig um og samþykkti að leikarnir fari fram á næsta ári.

Í Japan eru sem stendur litlu meira en 1000 greindir með kórónavírusinn og ferðabann er til Tokýó og Ósaka.

Allir, sem ferðast til Japan, verða að undirgangast 14 daga sóttkví. Í ljósi þess er ljóst að ansi erfitt hefði verið að hefja leikana 24. júlí n.k. eins og ráðgert var, því engin veit hvernig faraldurinn þróast eða hversu lengi sóttkvíarráðstafanir í Japan verða við lýði eða hvenær algerlega öruggt er að heimsækja landið.

Forseti Ólympíunefndarinnar, Thomas Bach, sagði að það að fella niður leikana hefði ekki verið í boði því „það myndi gera að engu draum 11.000 íþróttamanna frá ölum 206 ólympíunefndunum.”

Kanada var fyrsta þjóðin til þess að tilkynna að þjóðin myndi hvorki senda íþróttamenn á Ólympíuleika fatlaðra né Ólympíuleikana.

Aðrar þjóðir geta nú andað léttar eftir að þessi ákvörðun Ólympíunefndarinnar var tekin um að fresta leikjunum og væntanlega verður Kanada meðal þátttökuþjóða Japan, þegar kórónaveirufaraldurinn hefir gengið niður og er að baki.

Óvíst er á þessari stundu hvort þarnæstu Ólympíuleikar verða þá 3 árum eftir 2021 til að halda Ólympíuárunum sléttum eða hvort þeir verða að 4 árum liðnum, þannig að Ólympíuleikarnir raskist um 1 ár.

Ólympíuleikunum hefir áður verið frestað – Þeir áttu að fara fram í Berlín 1916, en var frestað vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og eins var þeim frestað tvívegis, 1940 og 1944, vegna seinni heimsstyrjaldarinnar.

Það að Ólympíuleikunum hefir verið frestað er frábært fyrir golfíþróttina, því það veldur, að unnt er að halda opnum möguleikanum að stórir golfviðburðir geti farið fram á borð við Masterinn og PGA Championship, sem hefir verið frestað þar til síðla á árinu, verði faraldurinn genginn niður og bjarsýnustu menn vona jafnvel að Ryderinn geti farið fram í september, sem hefði verið erfiðara ef Ólympíuleikarnir hefðu farið fram mánuði fyrr.

Sjá má að margir af bestu kylfingum heim eru meðal þeirra efstu 60 sem eiga þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Japan, miðað við stöðuna 16. mars sl.: