Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2020 | 05:30

Golf in Iceland is „Golf meets Hitchcock“

Íslandsvinurinn Oliver Horovitz skrifaði skemmtilega grein í Golf Digest fyrir 5 árum, sem vakti verðskuldaða athygli og var mikil kynning fyrir okkur Íslendinga og íslenskt golf.

Þar segir hann m.a. að við fyrstu heimsókn sína til Íslands (2013) hafi hann þegar tekið eftir 4 atriðum: 1) landslagið á Íslandi sé ótrúlega fallegt; 2) allir séu ljóshærðir og 871% betur útlítandi en aumingjans erlendu golfferðalangarnir 3) húsin séu hituð með heitu vatni og 4) síðast en ekki síst séu allir forfallnir kylfingar.

Hann sagði í grein sinni í Golf Digest að golf á Íslandi væri stundum eins og „golf hafi hitt Hitchcock“ en þar er hann að vísa til frægrar hryllingsmyndar Hitchcock „The Birds“ þar sem fuglar ásækja fólk, en dregur þann samanburð af kríunum hérlendis, sem hrella margan óvanan kylfinginn á golfvöllum, þ.e. þá kylfinga sem eru óvanir kríum og hann þ.á.m.

Í greininni segir hann einnig frá spili og Vestmannaeyjavelli og þátttöku sinni í Artic Open á Akureyri og reynslu af sundlaugum eftir góðan golfhring.

Skemmtileg grein, sem gaman er að rifja upp með því að SMELLA HÉR: 

Golf 1 skrifaði um greinina á sínum tíma, fyrir 5 árum,  (2015) og má rifja upp þá grein með því að SMELLA HÉR: 

Horovitz starfaði um tíma sem kylfusveinn í „vöggu golfsins“ St. Andrew og gaf út bók um veru sína þar „An American Caddy in St. Andrews“, sem hann áritaði 2013 á gamla „Hótel Loftleiðum“ þ.e. Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Golf 1 var náttúrulega á staðnum og greindi frá árituninni – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Kría