Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2020 | 12:00

Kjartan L. Pálsson látinn

Kjart­an Lár­us Páls­son, (KLP) far­ar­stjóri og blaðamaður lést á Land­spít­al­an­um föstu­daginn 3. apríl sl.

Kjartan fæddist 6. október 1939 í Keflavík, sonur Ingibjargar Bergmann Eyvindsdóttur og Páls Ebenesers Sigurðssonar, elstur 3 systkina.

Hann lauk prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Kjartan starfaði m.a. til sjós, og sem strætisvagna- og leigubílstjóri. Lengst af eða í um 25 ár starfaði hann sem blaðamaður á Vísi, Tímanum og DV, einkum við ritun íþróttafrétta og voru íþróttafréttir hans merktar með upphafsstöfum hans, KLP.

Eftir firmamót blaðamanna, 1969, smitaðist Kjartan af golfbakteríunni og stundaði golf upp frá því eða í yfir 50 ár.

Á löngum ferli sínum í golfinu, var hann m.a. liðsstjóri unglingalandsliðs karla 1973 og 1979-1986 einvaldur og liðsstjóri karlalandsliðs Íslands í golfi. Hann átti um tíma Íslandsmet yfir fjölda hola í höggi og gegndi m.a. formennsku í Einherjaklúbbnum um skeið.

Kjartan var fararstjóri í golfferðum erlendis, fyrst hjá Sam­vinnu­ferðum-Land­sýn og síðar hjá Úrvali-Útsýn og starfaði við fararstjórn m.a. á Spáni, Írlandi, Hollandi og Thaílandi.

Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Jónína S. Kristófersdóttir. Börn þeirra eru tvö: Dag­björt L. Kjart­ans­dótt­ir Berg­mann og Jón Berg­mann Kjart­ans­son. Barnabörnin eru 5 og barnabarnabörnin 3.

Golf1 vottar fjölskyldu og vinum Kjartans innilegustu samúðar.

Sjá má minningarorð um KLP eftir Hauk Örn Birgisson, forseta GSÍ, á vefsíðu Golfsambands Íslands eða með því að SMELLA HÉR: