Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (16/2020)

Hér koma nokkrir brandarar:

Brandari nr. 1

Maður nokkur fer til spákonu til þess að láta hana spá fyrir um nánustu framtíð hans. Spákonan lítur í kristallskúluna sína og segir:  „Ég sé mikið af sandi, vatni og trjám í lífi þínu á næstunni. Annaðhvort ertu að skipuleggja hið fullkomna frí í Suðurhöfum, eða þú ert skelfilegur kylfingur …

Brandari nr. 2 – Einn á ensku:

Brandari nr. 3:

Fyrir dómi segir dómarinn við sakborning: „Þú gengst við því að hafa brotið kylfuna þína þegar þú slóst kæranda í höfuðið?

Sakborningur: „Já, já, en það var ekki viljandi gert, enginn ásetningur fyrir hendi af minni hálfu

Dómarinn: „Þú ætlaðir sem sagt ekki að slá kæranda?

Sakborningur: „Jú, en ég ætlaði ekki að brjóta kylfuna mína.“