Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2020 | 18:00

LPGA: 1. risamótssigur Popov!

Hin þýska Sophia Popov sigraði á 1. risamóti ársins hjá konunum, AIG Women´s Open, sem fram fór dagana 20.-23. ágúst í Troon, Skotlandi.

Þetta er fyrsti risatitill Popov.

Sigurskor Popov var samtals 7 undir pari, 277 högg (70 – 72 – 67 – 68).

Sigurlaun Popov voru $675,000.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Popov með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti varð hin thaílenska Jasmine Suwannapura, 2 höggum á eftir Popov og í 3. sæti Minjee Lee, frá Ástralíu, enn 2 höggum á eftir þ.e. á samtals 3 undir pari.  Í 4. sæti varð síðan gamla brýnið Inbee Park frá S-Kóreu á samtals 1 undir pari, en þessar fjórar voru þær einu sem léku á heildarskori undir pari á þessu fyrsta kvenrisamóti 2020.

Sjá má lokastöðuna á AIG Women´s Open með því að SMELLA HÉR: