Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2020 | 08:00

LPGA: Sei Young Kim sigraði á PGA risamótinu

Það var Sei Young Kim frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á KPMG Women´s PGA Championship, 3. risamótinu í kvennagolfinu 2020, sem fram fór í Newtown Square, Pennsylvaníu 8.-11. október og lauk því í gær.

Sigurskor Kim var samtals 14 undir pari 266 högg (71 – 65 – 67 – 63).

Sigur Kim var öruggur því hún átti heil 5 högg á næsta keppanda; löndu sína, Inbee Park, sem lék á samtals 9 undir pari.

Þetta er fyrsti risamótssigur Sei Young Kim.

Þriðja sætinu deildu síðan Nasa Hataoka frá Japan og spænski Solheim Cup snillingurinn Carlota Ciganda, báðar á samtals 7 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á PGA risamóti kvenna með því að SMELLA HÉR: