Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Otaegui sigraði á skoska meistaramótinu

Það var spænski kylfingurinn Adrian Otaegui, sem sigraði á Scottish Championship presented by AXA (m.ö.o. skoska meistaramótinu), sem fram fór dagana 15.-18. október og lauk í gær á Fairmont, St. Andrews í Fife, Skottlandi.

Sigurskor Otaegui var 23 undir pari, 265 högg (62 70 70 63).

Otaegui átti heil 4 högg á enska kylfinginn Matt Wallace, sem varð í 2. sæti á samtals 19 undir pari.

Í 3. sæti varð síðan Aaron Rai á samtals 17 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á skoska meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: