JOHANNESBURG, SOUTH AFRICA – NOVEMBER 22: Joachim B. Hansen of Denmark plays his second shot on the 18th hole during the final round of the Joburg Open at Randpark Golf Club on November 22, 2020 in Johannesburg, South Africa. (Photo by Luke Walker/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Hansen sigraði á Joburg Open

Það var danski kylfingurinn Joachim B. Hansen, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúr karla; Joburg Open.

Mótið fór fram í Randburg GC í Jóhannesarborg, S-Afríku, dagana 19.-22. nóvember 2020 og lauk því í gær.

Sigurskor Hansen var 19 undir pari, 265 högg (66 68 64 67).

Þetta var fyrsti sigur Hansen á Evróputúrnum, en fyrir á hann í beltinu tvo sigra á Nordic Golf League mótaröðinni og aðra tvo á Áskorendamótaröð Evrópu.

Í 2. sæti á Joburg Open var heimamaðurinn Wilco Nienaber á samtals 17 undir pari og í 3. sæti var enn einn heimamaðurinn Shaun Norris, á samtals 16 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Joburg Open með því að SMELLA HÉR: