Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2020 | 18:00

LET: Pedersen sigraði á lokamótinu – Guðrún Brá 1 höggi frá því að ná niðurskurði

Það var hin danska Emily Kristine Pedersen, sem sigraði á lokamóti LET, Andalucia Costa Del Sol Open De España, sem fram fór 26.-29. nóvember 2020 og lauk nú fyrr í dag.

Sigurskor Pedersen var 15 undir pari, 273 högg (68 71 68 66). Alls sefir Pedersen því sigrað í 3 mótum á 2020 LET tímabilinu – stórglæsileg!

Í 2. sæti varð heimakonan Nuria Iturrioz heilum 4 höggum á eftir eða á samtals 11 undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir tók þátt í mótinu og var aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð, sem er ergilegt!

Sjá má lokastöðuna á Andalucia Open de Espana með því að SMELLA HÉR: