Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2020 | 20:00

PGA: Kuchar og English sigruðu á QBE Shootout

Það voru þeir Harris English og Matt Kuchar, sem sigruðu á móti vikunnar á PGA Tour, QBE Shootout.

Mótið fór fram í Tiburon golfklúbbnum í Naples, Flórída.

Sigurskorið var 37 undir pari, 179 högg (58 61 60).

Í 2. sæti urðu Rory Sabbatini og Kevin Tway heilum 9 höggum á eftir.

Sjá má lokastöðuna á QBE Shootout með því að SMELLA HÉR: 

QBE Shootout mótið var komið á laggirnar af frægðarhallarkylfingnum Greg Norman. Í mótinu eiga rétt til þátttöku 24 kylfingar, allt sigurvegar sl. árs, sem spila saman í liði, sem og 12 efstu af 2018-2019 FedEx Cup stigalistanum og 10 sem spila á undanþágu.