Paige Spiranac
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2021 | 20:00

Paige Spiranac svarar fyrir sig

Kylfingurinn Paige Spiranac er með næstum 3 milljónir sem fylgja henni á Instagram og hún fær þúsundir skilaboða á hverjum degi, sum eru falleg skilaboð sem skjalla hana, önnur algjör andstæða.

Paige hefir jafnvel fengið morðhótanir.

Sl. helgi fór fram fyrsta PGA Tour mót þessa árs, þar sem Harris English hafði betur gegn Joaquin Niemann frá Chile í bráðabana.

Ein af þeim, sem fylgdist með mótinu heima í stofu var Paige.

Hún skrifaði á Instagram að sýna ætti mótið á barnastöðinni Nickelodeon.

Hún fékk dónaleg skilaboð tilbaka þar sem sagði að „ef hún væri að spila í mótinu ætti útsendingin að vera á Pornhub (klámstöð).

Paige svarar yfirleitt ekki dónaskilaboðum eða skilaboðum yfirleitt en í þetta sinn gerði hún undantekningu.

Hún svaraði: „Það að vera í leggings í golfi er ekki klám.“ (Sbr. myndir af henni hér að neðan)