Áskorendamótaröð Evrópu og suður-afríski Sólskinstúrinn staðfestu sameiginlega í dag að mótum sem mótaraðirnar standa sameiginlega að í S-Afríku verði frestað vegna Covid.
Mótin 3 áttu að fara fram í febrúar en hefir nú verið frestað til apríl-maí.
Þetta er sameiginleg niðurstaða læknateymis beggja mótaraða.
Fyrsta mótið í S-Afríku mun fara fram 22.-25. apríl. Síðan fer fram the Cape Town Open í Royal Cape Golf Club og fer það fram 29. april – 2. maí. Loks mun the Dimension Data Pro-Am í Fancourt Golf Estate fara fram 6.-9. maí.
Skv. yfirmönnum Áskorendamótaraðarinnar, Jamie Hodges og framkvæmdastjóra Sólskinsmótaraðarinnar, Thomas Abt er ákvöðrðunin tekin með heilbrigði og velferð allra leikmanna og starfsmanna mótaraðanna að leiðarljósi.