Dec 14, 2020; Houston, Texas, USA; Yealimi Noh takes a tee shot off the 1st tee box during the final round of the U.S. Women’s Open golf tournament at Champions Golf Club. Mandatory Credit: Erik Williams-USA TODAY Sports
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2021 | 07:00

LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!

Yealimi Noh er aðeins 19 ára og býr enn heima hjá foreldrum sínum og hefir engin plön um að flytjast að heiman á næstunni.

Hún er einkabarn og foreldrar hennar fylgja henni á öll golfmót og henni líður vel með það.

Hún er enn ekki komin með bílpróf vegna Covid ástandsins í Bandaríkjunum.

2019-2020 var nýliðaár hennar á LPGA – … og í þeim aðeins 16 mótum sem LPGA bauð upp á vann Noh sér inn $415,307 (u.þ.b. 53 milljónir íslenskra króna) og klifraði upp í 46. sætið á Rolex heimslista kvenna.

Noh var góður kandídat í „nýliða ársins“ verðlaunin 2020 – en Louise Suggs Rookie of the Year award eins og þau heita upp á ensku voru ekki veitt sl. ár ….

…. og hér kemur að því skrítna Yealimi Noh verður talin vera nýliði enn á ný keppnistímabilið 2021.

Noh sagði við það tækifæri: „Að hafa bara verið með hálft keppnisár á sl. ári er eins og að veita manni innsýn inn í hvernig ferillinn muni verða.“

Hafi nýliði ekki sigrað á LPGA móti 2020 er status viðkomandi nýliða ekki breytt; hann verður áfram nýliði 2021 (vegna þeirrar miklu fækkunar LPGA móta sem átti sér stað 2020 vegna Covid).

Sumir nýliðar vita ekkert hvort þeir fái þátttökurétt í móti eða ekki 2021. Dæmi um þetta er Andrea Lee, sem er alls ekki viss um hvaða mót hún spilar fyrst í á þessu (2021) keppnistímabili. Hún varð í 160. sæti á stigalistanum þrátt fyrir að ná að verða í 48. sætinu á peningalistanum 2020. Líklega spila margir alþjóðlegir kylfingar (þ.e. þeir sem ekki eru bandarískir) ekki í fyrstu mótum LPGA í Flórída þannig að Lee kemst líklega inn í einhver mót þá.

LPGA hefir ákveðið að bæta nokkrum nýliðum við 2021 keppnistímabilið og ber þar fyrst að geta A Lim Kim frá S-Kóreu, sem sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu 2020. Þetta er aftur undantekning frá reglunni um að ef einhver nýliði sigrar breytist statusinn úr nýliða í félaga á LPGA. Og kannski ekki því A Lim Kim var bara alls ekkert á LPGA þegar hún sigraði á risamótinu og verður 2021 því nýliðaár hennar. Jafnframt hljóta 4 kylfingar af Symetra Tour líka statusinn „nýliði“ á LPGA 2021.

 

Aðalmyndagluggi: Yealimi Noh