Eru Phil og Tiger vinir?
Golfstjörnurnar Tiger Woods og Phil Mickelson hafa átt ansi skrautlegt samband.
Einu sinni voru þeir bitrir keppinautar, þessa dagana, virðast þeir tveir nú hafa þróað eitthvað, sem líkist mjög raunverulegri vináttu, sem hefur komið ýmsum á óvart sem þekkja þá best.
Kylfingurinn Davis Love III sagði í viðtali í Golf Digest að hann væri sérstaklega hissa á því að Tiger hefði grafið stríðsöxina.
„Það (Vináttutilburðir) hefðu ekki komið mér á óvart frá Phil. Það er bara sá sem hann er, það er persónuleiki hans. En ef þú hefðir spurt mig fyrir 15 árum hvort þetta myndi gerast, hefði ég ekki haldið að við myndum sjá það frá Tiger. [….] Við þekktum ekki Tiger Woods, eða hver hann var. Ég er hissa á því, hversu mikið hann hefir opnað sig síðustu fjögur eða fimm árin. „
Þegar á árinu 2018 töluðu báðir (Tiger og Phil) um það hvernig samband þeirra hefði breytst.
M.a. var haft eftir Phil: „Ég held að enginn virði og meti það sem hann (Tiger) hefur gert fyrir leikinn meira (en ég) vegna þess að enginn hefur haft meira gagn af því sem hann hefur gert fyrir golfleikinn en ég.“
Tiger hefir sagt að Phil hafi verið alveg sérstakur þegar hann var að fást við meiðsli. Í GOLF sagði Tiger m.a.: „When I got hurt and I had to take a different role on the teams, being assistant captain and really trying to help out on the side, how best I possibly could, Phil was great. He was trying to help me out when I was trying to make a comeback, my body wasn’t feeling very good.“ (Lausleg þýðing: „Þegar ég meiddist og varð að taka að mér annað hlutverk í liðum, vera aðstoðarfyrirliði og virkilega að reyna að hjálpa til á hliðalínunni eins vel og ég gat þá var Phil frábær. Hann var að reyna að hjálpa mér þegar ég reyndi að koma aftur og leið líkamlega ekki vel.„
Já, báðir hafa elst og líklega orðið vitrari með árunum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024