Oct 10, 2020; Newtown Square, Pennsylvania, USA; Brooke Henderson hits her tee shot on the 4th hole during the third round of the 2020 KPMG Women’s PGA Championship golf tournament at Aronimink Golf Club. Mandatory Credit: Brian Spurlock-USA TODAY Sports
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2021 | 11:58

Brooke Henderson endurnýjar samning við PING

Sjötti besti kvenkylfingur heims, Brooke Henderson, sem á í beltinu 9 LPGA titla, skrifaði að nýju undir golfútbúnaðarsamning við Ping, sagði í tilkynningu fra PING frá því í fyrradag.

Ekkert var gefið upp um skilmála samningsins.

Henderson, 23 ára, sem sigraði á KPMG Women´s PGA Championship 2016, tekur þátt í móti vikunnar á LPGA; þ.e. Diamond Resorts TOC,  í Lake Buena Vista, í Flórída.

Allir, allt frá starfsmönnum PING á túrnum, sem sjá mér fyrir bestum kylfum leiksins, til frábærra starfsmanna PING Canada, sem hafa stutt mig frá fyrstu dögum mínum og komið komið fram við mig eins og fjölskylda, það hefir sannarlega stuðlað að velgengni minni,“ sagði Brooke Henderson í fréttatilkynningu, þar sem hún kynnti nýjan samning sinn.

Vegna þess að ég er með stuðning frá svo mörgu fólki og ég er að spila með kylfum, sem draga fram það besta í mínum leik, gef ég sjálfri mér tækifæri til að spila vel í hverri viku. Ég er virkilega ánægð með að fá að falast eftir fleiri sigrum með PING og byggja á öllu því sem við höfum náð saman.

PING hefir skráð á heimasíðu sinni að Henderson sé með eftirfarandi kylfur (14 frá PING) í pokanum:

G400 dræver og 2 brautartré, G400 blending, i210 járn (5-UW), 2 Glide Forged wedge-a og Sigma 2 pútter.

Brooke er stolt Kanada og ég get sagt þér að við erum mjög stolt af henni í Bandaríkjunum af afrekaskrá hennar, keppisanda  og hvernig hún er fulltrúi leiksins og vörumerkis okkar af svona klassa og jákvæðri orku,“ sagði John K. Solheim, forseti Ping m.a. í fréttatilkynningu.