Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2021 | 16:30

Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!

Það var Tyrrell Hatton, sem sigraði á 1. móti ársins á Evróputúrnum: Abu Dhabi HSBC meistaramótinu.

Sigurskor hans var 18 undir pari, 270 högg (65 68 71 66).

Sigurinn var nokkuð öruggur því hann átti heil 4 högg á þann sem varð í 2. sæti, Jason Scrivener, frá Ástralíu, sem lauk keppni á samtals 14 undir pari, 274 höggum.

Rory varð síðan að láta sér 3. sætið duga, en hann var einn í því á samtals 13 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC með því að SMELLA HÉR: