Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
Brooks Koepka hefur verk að vinna við að reyna að verjast frekara fall á heimslistanum. Sem stendur er hann í 12. sæti.
Það verk mun hann vinna án sveifluþjálfans síns, sem hefir verið með honum frá fyrstu dögum hans á Evrópumótaröðinni árið 2013 og sem hefir átt hlut í 4 risatitlum hans:
Claude Harmon III, sem er talinn einn af bestu golfþjálfurum Bandaríkjanna.
Harmon staðfesti í gær að hann og Koepka hefðu slitið samstarfi.
„Brooks lét mig vita miðvikudaginn eftir Masters [í nóvember] að hann væri að fara í aðra átt,“ sagði Claude Harmon III, sem byrjaði með Koepka þegar hann hafði nýlokið veru sinni í bandaríska háskólagolfinu, þar sem Koepka spilaði með Florida State.
„Þegar við hittumst fyrst spurði ég hann hver markmið hans væru. Hann sagðist vilja vera nr. 1 á heimslistanum, vinna mörg risamót og spila fyrir Bandaríkin í Ryder Cup og forsetabikarnum. Ég er stoltur af því að hafa verið hluti liðsins, sem hjálpaði honum að ná þessum markmiðum. “
Koepka sigraði þrisvar á Áskorendamótaröðinni árið 2013, síðan aftur sem nýliði á Evrópumótaröðinni árið 2014. Hann sigraði á fyrsta PGA móti sínu í Phoenix árið 2015, og sigraði síðan á tveimur risamótum ár eftir ár; þ.e. á Opna bandaríska risamótinu (2017-18) og PGA Championship (2018-19).
Árið 2020 hefir verið ár baráttu fyrir Koepka vegna meiðsla, þar sem mjaðma-r og hnévandamál gerðu það að verkum að hann spilaði aðeins í 13 mótum á PGA Tour og árangurinn var dræmur aðeins tveir topp-10 árangar.
Eins og segir er Koepka í 12. sæti heimslistans en var nr. 1 áður. Aðrir sem hafa þurft að takast á við mikið fall á heimslistanum eru t.a.m. Jordan Spieth sem féll úr 2. sæti í það 9. á árinu 2017 og Rickie Fowler sem féll úr 11. sætinu í 61. sætið á sama tímabili.
„Brooks er ótrúlegur leikmaður og frábær meistari og einstaklega hæfileikaríkur,“ segir Harmon sem m.a. hjálpaði Dustin Johnson til Masters titils 2020 og horfði á lærisvein sinn Si Woo Kim sigra á American Express sl. sunnudaginn.
„Eins hrikalegt og það er að þetta hefir gerst (aðskilnaðurinn við Brooks Koepka) , þá er ég svo þakklátur fyrir það sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég, kaddýinn hans Ricky Elliott, [sjúkraþjálfari] Marc Wahl, og allir í teyminu vorum eins og bræður. Það er erfitt að vera ekki hluti af því teymi. En hann verður að gera það sem best fyrir feril hans og ég veit að honum mun vegna vel. „
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024