Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Carol Mann ———– 3. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Carol Mann. Carol var fædd 3. febrúar 1941 í Buffalo, New York, en lést 20. maí 2018. Hún hefði átt 80 ára merkisafmæli í dag.

Carol komst á LPGA árið 1961 og sigraði þar í 38 mótum, þar af 2 risamótum. Hún er í 12. sæti yfir þá kvenkylfinga sem sigrað hafa oftast á LPGA; sú sem hefir sigrað oftast er Kathy Whitworth með 88 sigra (þar af 6 í risamótum).

Carol byrjaði í golfi 9 ára og golfkennari hennar mestallan feril hennar var Manuel de la Torre.

Sérstakt við Carol Mann var hversu hávaxin hún var,  1.9 m á hæð.

Carol Mann var forseti LPGA á árunum 1973-1976 og vígð í frægðarhöll kylfinga 1977.

Síðast spilaði hún golf á atvinnumannsstigi árið 1981.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Lotfi Elarabi (55 ára); Retief Goosen, 3. febrúar 1969 (52 ára); Richard Bland, 3. febrúar 1973 (48 ára); Tyler Heath Slocum 3. febrúar 1974 (47 ára); Roberto Diaz, 3. febrúar 1987 (34 ára – Mexíkanskur kylfingur sem spilar á PGA); Dori Carter, 3. febrúar 1987 (34 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is